Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. mars 2018 07:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Pochettino: Höfum öðlast meiri virðingu
Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham.
Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino stjóri Tottenham segir liðið sitt hafi öðlast meiri virðingu í Evrópu eftir frábæran árangur í Meistaradeildinni. Liðið vann sinn riðil sem var gríðarlega sterkur með Real Madrid og Dortmund í fararbroddi.

„Við erum farnir að öðlast miklu meiri virðingu í Evrópu. Fólk er farið að virða okkar fótbolta og okkar hugmyndafræði. Við viljum þróa góðan fótbolta, sem við elskum og höldum að aðrir virði," sagði Pochettino.

Tottenham og Juventus mætast aftur í seinni rimmu liðanna í 16-liða úrslutm Meistaradeildinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á Wembley sem Tottenham hefur notað sem heimavöll sinn í ár.

Fyrri leikur liðanna endaði 2-2 þar sem Tottenham náði gífurlega mikilvægu jafntefli eftir að Juventus var komið 2-0 yfir eftir aðeins 10 mínútna leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner