mið 07. mars 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Shevchenko hrósar Gattuso
Gattuso hefur komið AC Milan á gott skrið.
Gattuso hefur komið AC Milan á gott skrið.
Mynd: Getty Images
Andriy Shevchenko hrósar þeim áhrifum sem Gennaro Gattuso, fyrrum liðsfélagi sinn, hefur haft síðan hann varð þjálfari AC Milan.

„Hann gaf þeim einkenni sitt aftur," segir Shevchenko sem spiaði með Gattuso á San Siro milli 1999 og 2006. Þeir unnu ítalska meistaratitilinn og Meistaradeildina saman.

Báðir hafa farið út í þjálfun en Shevchenko þjálfar landslið þjóðar sinnar, Úkraínu.

„Rino hefur breytt andliti Milan. Hann vill að leikmenn sínir séu árásargjarnir og að allan tímann. Hann var þannig sem leikmaður sjálfur svo þetta kemur ekki á óvart," segir Shevchenko.

„Hann gefur ekki tommu eftir og hræðist ekki neitt. Hann fékk tækifærið og hefur nýtt það. Ég vona að hann komi Milan í Evrópukeppni á næsta tímabili."

AC Milan fær Arsenal í heimsókn í Evrópudeildinni annað kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner