Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. mars 2018 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir sigurvegarar í Algarve mótinu þetta árið
Evrópumeistarar Hollands áttu að spila til úrslita.
Evrópumeistarar Hollands áttu að spila til úrslita.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Holland og Svíþjóðar á Algarve æfingamótinu mun ekki fara fram vegna veðurs.

Bæði lið enda því í 1. sæti mótsins.

Mikil rigning er á svæðinu og ekki var hægt að spila leikinn. Veðrið hefur gert liðum erfitt fyrir á mótinu.

„Maður hefur komið hingað nokkrum sinnum og það hefur aldrei verið svona veður. Það er rok og rigning en við köllum þetta kannski ekki rok á Íslandi," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir fyrsta leik á mótinu

Einnig er búið að aflýsa leik Suður-Kóreu og Noregs um 7. sætið vegna vallarskilyrða.

Leikur Íslands og Danmerkur um 9. sætið fer þó fram. Þar voru Danir að komast yfir, 1-0.




Athugasemdir
banner
banner
banner