Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. mars 2018 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var þetta ekki vítaspyrna? - Mikil umræða um VAR
Mynd: Getty Images
Var þetta ekki pjúra vítaspyrna?

Tottenham er 1-0 yfir gegn Ítalíumeisturum Juventus í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem er þessa stundina verið að spila á Wembley. Sem stendur er Tottenham með 3-2 forystu í einvíginu og Juventus þarf að skora hið minnsta tvö mörk til þess að eiga möguleika á því að fara áfram.

En staðan hefði getað verið öðruvísi. Juventus gerði nefnilega sterkt tilkall að vítaspyrnu fyrir markið.

Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, tók Douglas Costa niður í teignum og héldu allir að pólskur dómari leiksins myndi þá benda á vítapunktinn og dæma vítaspyrnu fyrir Juventus.

Hann gerði það hins vegar ekki og urðu leikmenn leikmenn Juventus snælduvitlausir út í hann.

Mikið var rætt um þetta á samfélagsmiðlum og veltu margir fyrir sér hvort VAR, myndbandsdómgæsla, hefði komið sér að góðum notum þarna. Þess ber að geta að sprotadómari var beint fyrir framan atvikið. Hann sá ekki neitt athugavert við það.

Myndband má sjá með því að smella hér






















Athugasemdir
banner