Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 07. mars 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wagner skortir ekki sjálfstraust - Segist vera bestur
Wagner gekk í raðir Bayern í janúar. Hann er Robert Lewandowski til halds og trausts.
Wagner gekk í raðir Bayern í janúar. Hann er Robert Lewandowski til halds og trausts.
Mynd: Getty Images
Sandro Wagner, sóknarmaður Bayern München, segir að enginn sé færari en hann sjálfur að leiða framlínu Þýskalands á HM í sumar.

Wagner hefur skorað þrisvar í jafnmörgum byrjunarliðsleikjum fyrir Bayern frá því hann kom til félagsins frá Hoffenheim í janúar. Hinn þrítugi Wagner var fenginn til Bayern til að auka breiddina og vera Robert Lewandowski til halds og trausts.

Timo Werner, sóknarmaður RB Leipzig hefur verið fyrsti kostur í framherjastöðuna en það vantar ekki sjálfstraustið hjá Wagner.

„Ég get bara litið í eigin barm, það kemur mér ekki við hvað aðrir gera. Ég get bara litið á sjálfan mig," sagði Wagner.

Mario Gomez, sem er 32 ára, hefur verið að spila nokkuð vel með Stuttgart. Samkeppnin er hörð en Wagner hefur ekki áhyggjur.

„Ég hef skorað mörk fyrir Darmstadt í fallbaráttu, fyrir Hoffenheim og núna fyrir Bayern München. Mér líður vel og að mínu mati er ég besti þýski framherjinn."

Wagner lék sinn fyrsta landsleik síðasta sumar og hefur síðan þá spilað sjö leiki og skorað fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner