Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. mars 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta fékk ráð frá Moyes áður en hann tók við Arsenal
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, fékk ráð frá David Moyes áður en hann ákvað að taka við stjórastöðunni á Emirates-leikvanginum.

Arteta hefur haft góð áhrif á leikmannahóp Arsenal frá því hann tók við í desember en lið hans mætir West Ham á morgun.

David Moyes er stjóri West Ham en Arteta segist hafa fengið ráð hjá Moyes áður en hann tók við Arsenal. Liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arteta spilaði í sjö ár undir stjórn Moyes hjá Everton áður en hann fór til Arsenal þar sem hann lék í fimm ár áður en hann lagði skóna á hilluna.

„Það sem ég veit um Moyes og fókkið sem vinnur með honum er að hann er alltaf að reyna að þróa leik sinn. Hann vill alltaf halda í við leikinn með að miðla nýjustu upplýsingum til leikmanna og til félagsins," sagði Arteta.

„Ég naut þess að spila fyrir hann og ég ræddi líka nokkrum sinnum við hann áður en ég tók við Arsenal. Hann hefur alltaf sýnt mér mikinn stuðning," sagði Arteta ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner