Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 07. mars 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea til Real Madrid sem gæti misst Zidane?
Powerade
David de Gea hefur lengi verið orðaður við Real Madrid.
David de Gea hefur lengi verið orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Juventus er sagt horfa til Zidane.
Juventus er sagt horfa til Zidane.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins sem var tekið saman af BBC.

Real Madrid er að plana að reyna aftur við David de Gea (29), markvörð Manchester United. (Sun)

Manchester City er tilbúið að hefja viðræður við lykilmenn sína, Kevin de Bruyne (28) og Raheem Sterling (25), um nýja samninga. (Mail)

Manchester City ætlar að bæta tilboð sitt í miðvörðinn Milan Skriniar (25), sem leikur með Inter, í sumar. Áður hafði Inter hafnað 60 milljón punda tilboði City. (Calciomercato)

Arsenal gæti þurft að selja Pierre-Emerick Aubameyang (30) út af launakröfum hans. Aubameyang, sem rennur út á samningi 2021, vill fá 300 þúsund pund í vikulaun. (Mail)

Ítalíumeistarar Juventus eru tilbúnir að bjóða sínum fyrrum leikmanni Zinedine Zidane 7 milljónir punda fyrir að taka við liðinu eftir þetta tímabil. Zidane stýrir í dag Real Madrid. (Mail)

Tottenham mun berjast við Liverpool og Manchester United um Todd Cantwell (22), miðjumann Norwich. (Express)

Manchester United hefur ekki nýtt sér möguleika í samningi Nemanja Matic (31) um að framlengja samninginn um eitt ár. Það ákvæði rennur út í sumar. (MEN)

Chelsea er í viðræðum að kaupa Armel Bella-Kotchap (18), efnilegan miðvörð Bochum í Þýskalandi. (Sun)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (32) vill nú vera áfram hjá Chelsea og stefnir á að fá nýjan samning. Giroud hefur verið orðaður við Inter og fleiri félög. (Evening Standard)

Billy Gilmour (18), ungur miðjumaður Chelsea, vekur áhuga Real Madrid og Barcelona. (Star)

Tammy Abraham (22), sóknarmaður Chelsea og enska landsliðsins, vonast til að snúa aftur úr ökklameiðslum í þessum mánuði. (Evening Standard)

Bayern München og Borussia Dortmund, stórlið í Þýskalandi, hafa bæði áhuga á Thomas Meunier (28), hægri bakverði PSG í Frakklandi, þegar samningur hans rennur út í sumar. (Goal)

Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, sagði Bruno Fernandes (25) að hafna Man City og fara í United þegar Fernandes var að íhuga að yfirgefa Sporting Lissabon. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner