Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. mars 2020 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche: Hef rætt við yfirvaldið um leikaraskap
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Burnley, var eilítið svekktur í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham í kvöld.

Burnley komst yfir en Tottenham jafnaði þegar Dele Alli skoraði úr vítaspyrnu.

„Við vorum flottir eftir að við fengum á okkur víti en við eigum enn mikið inni," sagði Dyche.

„Í seinni hálfleik þá breytti dómarinn um línu í sinni frammistöðu. Það var dæmt á allt eftir að menn frá Tottenham ræddu við hann í hálfleik."

„Ég hef rætt við háttsetta í deildinni um leikmenn sem henda sér niður og rúlla sér með tilþrifum en enginn hefur áhuga. Það þarf að skoða þetta en það verður ekki gert. Leikurinn í heild þarf að passa sig,"
sagði Dyche að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner