Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. mars 2020 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Endurkoma hjá Liverpool gegn Bournemouth
Salah og Mane.
Salah og Mane.
Mynd: Getty Images
Mane fagnar sigurmarki sínu.
Mane fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 1 Bournemouth
0-1 Callum Wilson ('9 )
1-1 Mohamed Salah ('25 )
2-1 Sadio Mane ('33 )

Mohamed Salah og Sadio Mane sáu um Bournemouth í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í dag og ekki byrjaði þessi leikur vel fyrir lærisveina Jurgen Klopp. Á níundu mínútu skoraði Callum Wilson og kom Bournemouth í forystu.

Klopp, stjóri Liverpool, og aðstoðarmaður hans, voru brjálaðir við fjórða dómarann. Markið var skoðað í VAR og eftir það var það dæmt gott og gilt. Liverpool vildi fá dæmda bakhrindingu á Joe Gomez og höfðu þeir klárlega eitthvað til síns máls.

Liverpool gafst þó ekki upp. Á 25. mínútu jafnaði Salah eftir að varamaðurinn Jack Simpson missti boltann á hættulegum stað. Mane átti sendingu á Salah sem skoraði.

Stuttu síðar var Liverpool svo komið yfir og í þetta skiptið var það Mane sem skoraði. Aftur vann Liverpool boltann og refsaði Bournemouth. Van Dijk vann boltann og sendi inn fyrir á Mane sem skoraði.

Bournemouth fékk sitt besta færi til að jafna eftir um klukkutíma leik þegar Ryan Fraser setti boltann yfir Adrian, en James Milner, fyrirliði Liverpool í dag, bjargaði á línu. Liverpool var sterkari aðilinn heilt yfir og var um sanngjarnan 2-1 sigur að ræða.

Liverpool er núna með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og færist nær sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í 30 ár. Man City í öðru sæti á tvo leiki til góða. Bournemouth er í 18. sæti með 27 stig úr 29 leikjum.

Fimm leikir hefjast klukkan 15:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner