Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. mars 2020 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Lacazette hetja Arsenal gegn West Ham
Lacazette hetja Arsenal í dag.
Lacazette hetja Arsenal í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal er núna í níunda sæti.
Arsenal er núna í níunda sæti.
Mynd: Getty Images
Billy Sharp var hetja Sheffield United.
Billy Sharp var hetja Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Það voru aðeins fjögur mörk skoruð í leikjunum fimm sem hófust klukkan 15:00 í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal tókst að vinna West Ham á Emirates-vellinum. Það var hægara sagt en gert fyrir Arsenal að gera það, en Alexandre Lacazette braut loksins ísinn á 78. mínútu. Lacazette byrjaði á bekknum, en kom inn á eftir tæpan klukkutíma og tryggði svo sigurinn.

Arsenal spilaði ekki sinn besta leik og átti West Ham fleiri marktilraunir. Lacazette skoraði þó markið sem skipti máli.

Arsenal er eftir þennan sigur í níunda sæti með 40 stig. West Ham er í 16. sæti með 27 stig, eins og Watford og Bournemouth.

Sheffield United og Úlfarnir ætla sér í Evrópu
Watford náði ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum gegn Liverpool um síðustu helgi. Watford, sem er í 17. sæti, tapaði á útivelli gegn Crystal Palace, 1-0. Crystal Palace er að gera vel og er í tíunda sæti.

Wolves eru í fimmta sæti, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti, eftir markalaust jafntefli gegn Brighton. Mjög svekkjandi fyrir Wolves að ná ekki að vinna þann leik.

Í sjötta sæti kemur svo Sheffield United, liðið sem flestallir fjölmiðlar spáðu 20. sæti fyrir tímabil. Sheffield United lagði botnlið Norwich að velli þar sem Billy Sharp skoraði sigurmarkið.

Þá vann Newcastle útisigur á Southampton þar sem Allan Saint-Maximin skoraði sigurmarkið. Áður en sigurmarkið kom þá hafði Southampton misst Moussa Djanepo af velli með rautt spjald og Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, klúðrað vítaspyrnu. Newcastle er í 13. sæti, átta stigum frá fallsæti, og Southampton í 14. sætinu.

Arsenal 1 - 0 West Ham
1-0 Alexandre Lacazette ('78)

Crystal Palace 1 - 0 Watford
1-0 Jordan Ayew ('28 )

Sheffield Utd 1 - 0 Norwich
1-0 Billy Sharp ('36 )

Southampton 0 - 1 Newcastle
0-1 Allan Saint-Maximin ('79 )
Rautt spjald: Moussa Djenepo, Southampton ('28)

Wolves 0 - 0 Brighton

Klukkan 17:30 hefst leikur Burnley og Tottenham. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner