Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. mars 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum landsliðsmaður Argentínu gagnrýnir Messi
Lionel Messi var undur samkvæmt Hugo Gatti
Lionel Messi var undur samkvæmt Hugo Gatti
Mynd: Getty Images
Hugo Gatti, fyrrum landsliðsmaður Argentínu, gagnrýnir Lionel Messi harðlega í argentínskum fjölmiðlum en hann segir hann skemma lið Barcelona.

Messi er 32 ára gamall og hefur verið einn allra besti leikmaður heims síðasta áratuginn eða svo.

Þrátt fyrir aldur hans er hann með 23 mörk og 16 stoðsendingar í 30 leikjum á þessari leiktíð en þessi Gatti er þó ekkert sérstaklega heillaður af tölfræðinni.

Gatti spilaði fyrir bæði Boca Juniors og River Plate á ferli sínum auk þess sem hann lék 18 landsleiki fyrir Argentínu.

„Mér er sama þó þeir gagnrýni mig í Argentínu. Ég er mjög svo argentínskur og Messi er undur en hann er það ekki núna," sagði Gatti.

„Þeir upphefja hann endalaust og það er röng meðferð á honum og því kemst hann upp með að labba meira á vellinum. Hann verður að gera betur."

„Hann og Cristiano Ronaldo eru bestu leikmenn heims en Messi verður að gera betur. Hann er orðinn vanur því að vera í þessum takt og labba með boltann. Hann verður að spila vel."

„Þegar þú ert með leikmenn á borð við Maradona, Pele og Messi þá viltu láta þann leikmann fá boltann til að vinna leikinn. Þeir eru að skemma fyrir liðinu og leggja ekki allan kraft í þetta. Leikmenn eru vanir að láta hann fá boltann,"
sagði hann ennfremur.

Gatti hefur oft haft áhugaverðar skoðanir á hlutum sem tengjast Messi en hann sagði í október á síðast ári að leikmaðurinn yrði að fara til Real Madrid til að sanna að hann væri besti leikmaður allra tíma. Í febrúar hélt hann því þá fram að Messi væri alls ekki með bestu leikmönnum allra tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner