Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. mars 2020 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe: Reyndum eins og við gátum
Mynd: Getty Images
„Við reyndum eins og við gátum," sagði Eddie Howe, stjóri Bournemouth, eftir 2-1 tap Liverpool.

„Við byrjuðum mjög vel og vorum hættulegir í skyndisóknum. Bæði mörkin þeirra komu í 'transition' og þeir refsuðu okkur er þeir fengu tækifæri til þess."

„Við gerðum mistök í fyrra markinu og það síðara var svipað. Við vorum með boltann og nokkrum sekúndum síðar vorum við búnir að fá á okkur mark. Við gáfum allt en fengum ekkert."

Howe segir að það hafi verið erfitt að missa Steve Cook í meiðsli í stöðunni 1-0.

„Það var stórt augnablik, og Phil (Billing) gat ekki hreyft sig undir lokin. Við gátum ekki ráðist að alvöru á þá."

Bournemouth er í fallsæti þegar liðið á eftir níu leiki. „Frammistaða liðsins hefur verið mikið betri í síðustu sex leikjum og það hvetur okkur áfram fyrir síðustu níu leikina."
Athugasemdir
banner
banner