Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. mars 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kjær: Síðustu dagar hafa verið skrítnir
Simon Kjær berst við Cristiano Ronaldo
Simon Kjær berst við Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
„Síðustu dagar hafa verið skrítnir. Við höfum ekki spilað í næstum tvær vikur en það hefur hjálpað mér að jafna mig," sagði Simon Kjær, varnarmaður AC Milan á Ítalíu er hann var spurður út í áhrif kórónaveirunnar.

Kórónaveiran á upptök sín að rekja til Wuhan í Kína en talið er að um 100 þúsund manns séu smitaðir af henni. Hún er komin víða um allan heim og er að hafa skæð áhrif á Ítalíu.

Sex leikjum var frestað í síðustu umferð deildarinnar og þá verður spilað fyrir luktum dyrum næstu vikurnar til að minnka hættuna á smiti.

„Það verður ekki góð reynsla að spila án þess að hafa stuðningsmennina. Það er ekkert til að keyra mann áfram og völlurinn verður tómur," sagði Kjær.

„Þetta verður skrítið en þetta mun leyfa okkur að komast að því hvernig hugarfarið okkar og sýna það að við erum betra lið en Genoa með því að vinna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner