Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. mars 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Þetta er okkar leikur
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið sé í óþægilegri stöðu næstu vikurnar en Alisson Becker, markvörður liðsins, verður frá vegna meiðsla og getur því ekki tekið þátt í næstu verkefnum.

Alisson meiddist á æfingu liðsins og verður ekki með gegn Bournemout í dag og þá missir hann að öllum líkindum af leiknum gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu.

„Markvarðarstaðan er auðvitað óþægileg en við erum með Adrian og svo Andy Lonergan," sagði Klopp.

„Caoimhin Kelleher er einnig meiddur en Adrian hefur átt nokkrar frábærar frammistöður á tímabilinu. Það er ekki gott þegar leikmaður með gæðin sem Alisson er með er meiddur en það er gott að vera með mann í hans stað."

Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum gegn Watford síðustu helgi og þá tapaði liðið einnig 2-0 fyrir Chelsea í FA-bikarnum í miðri viku.

„Það er talað eins og það versta það sem getur gerst fyrir liðið er að tapa leik. Tap er ekki ástæðan fyrir því að maður hittist, spilar og æfir en það er samt möguleiki á að það gerist. Við finnum alveg fyrir því að tapa þremur leikjum í þremur mismunandi keppnum."

„Við getum sýnt viðbrögð og það er það sem við höfum alltaf gert og við ættum að gera það núna. Með fullri virðingu fyrir Bournemouth og ég meina það en þetta er okkar leikur. Við verðum að sýna það. Það ætti ekki að koma okkur á óvart ef þeir fá skot, fyrirgjafir og föst leikatriði en við verðum að sýna yfirburði á vellinum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner