Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. mars 2020 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sharpe telur að Grealish og Pogba muni ekki spila saman
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Grindavíkur og Manchester United, telur að Paul Pogba og Jack Grealish geti ekki spilað saman.

Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, hefur verið orðaður við Man Utd, en Sharpe telur að ef Grealish fari til United, þá sé Pogba væntanlega á förum.

„Ég elska að horfa á Grealish spila, hann er frábær á boltanum og er með mjög góða yfirsýn. Ef hann kemur þá býst ég við að það sé til að leysa Pogba af hólmi," sagði Sharpe við Gentingbet.com.

„Ef Grealish kemur og þeir eru líka að spila Fernandes, þá er í rauninni ekkert pláss fyrir einhvern eins og Pogba. Það eru of margir skapandi leikmenn."

Sharpe sagði í janúar að hann telji að Pogba geti orðið goðsögn hjá Manchester United. Á þessu tímabil hefur Pogba lítið spilað vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner