Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. mars 2020 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilað fyrir luktum dyrum í Færeyjum
Úr fótboltaleik í Færeyjum.
Úr fótboltaleik í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekin hefur verið sú ákvörðun í Færeyjum að spila tvær fyrstu umferðirnar í efstu deild karla þar í landi fyrir luktum dyrum. Þetta er gert vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Það sama gildir um vináttulandsleik hjá kvennalandsliði Færeyja gegn Eistlandi á mánudag í Þórshöfn.

Úrvalsdeildin í Færeyjum á að hefjast á nýja leik á morgun með fimm leikjum. Næsta umferð fer svo fram 14. mars næstkomandi.

Kórónaveiran hefur haft áhrif víða um heim. Á Ítalíu verða engir áhorfendur á íþróttaviðburðum næsta mánuðinn, á Englandi eru engin handabönd fyrir leik og á Íslandi er ekki mælt með handaböndum.

Færeyingar ætla sér að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar í landi með að hafa enga áhorfendur á fyrstu tveimur umferðunum, að minnsta kosti. Hér á Íslandi hefst Pepsi Max-deildin seint í apríl og það er spurning hvort að kórónaveiran muni hafa einhver áhrif á fótbolta hér á landi.


Athugasemdir
banner
banner