Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. mars 2020 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tap niðurstaðan hjá stelpunum gegn Skotlandi
Ísland laut í lægra haldi gegn Skotlandi.
Ísland laut í lægra haldi gegn Skotlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 0 - 1 Skotland
0-1 Abbi Grant ('55)

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu lutu í lægra haldi fyrir Skotlandi þegar liðin áttust við á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland er í 18. sæti heimslistans og Skotland í 22. sæti.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, byrjaði ekki og var Glódís Perla Viggósdóttir með fyrirliðabandið. Natasha Anasi, leikmaður Keflavíkur, spilaði þá sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland, en hún fékk nýlega ríkisborgararétt.

Skotland var með mikla yfirburði í leiknum, en staðan var markalaus í hálfleik. Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði Abbi Grant, leikmaður Birmingham, fyrsta mark leiksins er hún kom inn af hægri kantinum og átti skot yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Íslands.

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, var ósáttur við frammistöðuna í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írlandi og hann er eflaust ekki mjög sáttur með frammistöðuna í þessum leik.

Ísland skapaði sér ekki mörg færi í leiknum og lokaniðurstaðan var 1-0 sigur Skotlands.

Ísland mætir Úkraínu á þriðjudaginn.

Lið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir (M)
Ingibjörg Sigurðardóttir ('87 - Berglind Rós Ágústsdóttir)
Natasha Anasi ('71 - Elísa Viðarsdóttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (F)
Guðný Árnadóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sigríður Lára Garðardóttir ('71 - Sandra María Jessen)
Dagný Brynjarsdóttir ('86 - Fanndís Friðriksdóttir)
Rakel Hönnudóttir ('86 - Agla María Albertsdóttir)
Elín Metta Jensen ('71 - Svava Rós Guðmundsdóttir)


Athugasemdir
banner
banner