lau 07. mars 2020 22:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilinu í Seríu A aflýst ef leikmaður sýkist?
Mynd: Getty Images
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, var til tals í útvarpsþættinum Dribbling á Ítalíu í dag.

Hann ræddi þar um stöðu mála vegna kórónaveirunnar, Covid-19. Hann segir frá því að allar keppnum hafi verið frestað í yngri flokkum á Ítalíu til að koma í veg fyrir smit eins og hægt er.

Hann var spurður út í hvað myndi gerast ef leikmaður í A-deildinni myndi greinast með veiruna.

„Við verðum að vera raunsæ. Það er líklegt að það gerist. Við munum gera það sem þarf að gera ef svoleiðis mál kemur upp. Við viljum vernda íþróttafólkið okkar fyrst og svo finnum við lausnir sem henta þegar kemur að íþróttum."

Gravina var einnig spurður út í hvort það komi til greina að aflýsa deildinni þar til staðan breytist.

„Við getum ekki útilokað neitt. Við getum ekki velt okkur upp úr því sem við sjáum ekki fyrir," sagði Gravina.
Athugasemdir
banner
banner
banner