Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. apríl 2017 14:38
Magnús Már Einarsson
Aleix Egea verður með Víkingi Ó. í sumar (Staðfest)
Aleix Egea Acame.
Aleix Egea Acame.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur samið við spænska varnarmanninn Aleix Egea Acame um að hann leiki aftur með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Aleix skoraði tvö mörk í átján leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni í fyrra en hann kom til félagsins í upphafi tímabils.

Í vetur hefur Aleix spilaði með Almoradi í spænsku D-deildinni en hann er nú á leið til Ólafsvíkur á nýjan leik.

Aleix hittir lið Víkings í æfingabúðum á Pinatar á Spáni á sunnudaginn.

Fyrr í vetur fékk Víkingur miðvörðinn Mirza Mujicic til liðs við sig en félagið er einnig með pólska miðvörðinn Tomasz Luba innan sinna raða líkt og undanfarin ár.

Komnir:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá ÍBV
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki
Hörður Ingi Gunnnarsson frá FH á láni
Mirza Mujcic frá Notodden

Farnir:
Admir Kubat til Bosníu/Hersegóvínu
Björn Pálsson hættur
Hrvoje Tokic í Breiðablik
Kramar Denis til SJK Seinajoki
Martin Svensson til Danmerkur
Pontus Nordenberg til Nyköpings BIS
William Dominguez Da Silva
Athugasemdir
banner
banner
banner