Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. apríl 2021 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Stórveldaslagur
Guðmundur Steinarsson og Kristján Guðmundsson.
Guðmundur Steinarsson og Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net
Bayern Munchen mætir PSG.
Bayern Munchen mætir PSG.
Mynd: Getty Images
Chelsea mætir Porto.
Chelsea mætir Porto.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld. Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Kristján Guðmundsson

Bayern Munchen 3 - 1 PSG
Bayern munu sakna Lewandowski en samt skora 3 mörk í leiknum í kvöld. Það verður öflugur leikur miðjumanna þeirra sem skapar þennan örugga sigur. PSG með Mbappe innanborðs eiga hins vegar alltaf möguleika og hann skorar eitt gegn Neuer, mark sem heldur lífi í viðureigninni. Lykillinn að sigurvegara í þessu einvígi verður einmitt viðureign varnarlínu Bayern gegn Mbappe.

Porto 1 - 1 Chelsea
Áhugaverð skák Tuchel gegn þaulskipulögðum varnarleik Conceicao. Porto þurfa að loka vinstri hliðinni gegn skipulögðum sóknum Chelsea upp sinn hægri væng á sama tíma sem lykillinn fyrir Porto að því að skora gegn Chelsea verður að finna pláss utan á hafsentunum þeirra og brjótast þar inn í teiginn. Jafntefli líklegast og skákin sett í bið.

Guðmundur Steinarsson

Bayern Munchen 1 - 2 PSG
Fannst PSG koma á óvart með frábærri frammistöðu gegn Barcelona. Núna er spurning hvort þeir geti dregið upp aðra eins frammistöðu. Hjá Bayern vantar Lewandowski og það munar heldur betur um hann og 1-2 tæpir fyrir kvöldið. Á sama tíma er PSG með nánast sitt sterkasta og Mbappe í toppformi þessa dagana. Finnst þessi leikur geta farið hvernig sem er, ætla að henda í óvæntan PSG sigur.

Porto 0 - 0 Chelsea
Portúgalirnir mögulega óvæntasta liðið sem er ennþá í keppninni og sýndu síðast hversu seigir þeir eru. Chelsea mun öflugri í Evrópu en heima fyrir. 2 helstu markaskorar Porto í banni og Chelsea ekki beint að raða inn mörkum.

Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Bayern Munchen 2 - 0 PSG
Títtnefndur Lewandowski skorar ekki í kvöld en Bayern á nóg af öðrum mönnum sem geta komist á blað. PSG tapaði gegn Lille um helgina og gæti óvænt misst af titlinum heima fyrir. Liðið nær heldur ekki langþráðum draumi um sigur í Meistaradeildinni í ár. Bayern siglir áfram.

Porto 0 - 1 Chelsea
Leikmenn Chelsea mæta grimmir til leiks eftir niðurlæginguna gegn WBA um helgina. Porto náði að loka á Juventus í 16-liða úrslitunum en Tuchel og lærisveinar hans finna leið framhjá varnarmúr þeirra í kvöld. Chelsea vinnur og byrjar aftur að halda hreinu.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 8
Fótbolti.net - 7
Kristján Guðmundsson - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner