Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. apríl 2021 20:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Chelsea í kjörstöðu - Frábær leikur í Munchen
Mount
Mount
Mynd: Getty Images
Neymar og Mbappe
Neymar og Mbappe
Mynd: Getty Images
Chelsea er í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Porto eftir kvöldið. Liðið vann útileikinn með tveggja marka mun. Leikið var í Sevilla vegna heimsfaraldursins og verður seinni leikurinn einnig leikinn þar. Það voru þeir Mason Mount og Ben Chilwell sem skoruðu mörk Chelsea.

Mark Mount var hans fyrsta í Meistaradeildinni og var það einkar glæsilegt. Mount sýndi frábær tilþrif þegar hann tók á móti boltanum og skoraði með skoti í fjærhornið. Seinna markið kom eftir mistök í vörninni hjá Porto og Chilwell nýtti sér þau.

Í Munchen tóku heimamenn í Bayern á móti PSG. Gestirnir frá Frakklandi voru komnir í 0-2 eftir 28 mínútur. Tvær stoðsendingar frá Neymar og mörk frá Mbappe og Marquinhos, frábær sending frá Neymar í seinna markinu.

Marquinhos fór meiddur af velli eftir markið og skömmu síðar fóru þeir Leon Goretzka og Niklas Sule sömu leið í liði Bayern. Eric Choupo-Moting minnkaði muninn fyrir Bæjara á 37. mínútu og Thomas Muller jafnaði á 60. mínútu.

Mbappe var aftur á ferðinni á 68. mínútu og skoraði hann þá sigurmark leiksins eftir undirbúning Angel Di Maria.

Bayern átti 31 tilraunir að marki PSG og gestirnir sex að marki Bayern. Bayern sótti augljóslega, miðað við þær tölur, meira en einstaklingsgæði PSG vógu þungt.

Frakkarnir fara með eins marks forystu og þrjú útivallarmörk inn í seinni leikinn.

Porto 0 - 2 Chelsea
0-1 Mason Mount ('32 )
0-2 Ben Chilwell ('85 )

Bayern 2 - 3 Paris Saint Germain
0-1 Kylian Mbappe ('3 )
0-2 Marquinhos ('28 )
1-2 Eric Choupo-Moting ('37 )
2-2 Thomas Muller ('60 )
2-3 Kylian Mbappe ('68 )

Athugasemdir
banner
banner