Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. apríl 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Úrslitaleikur síðasta árs
Kingsley Coman skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á síðasta ári.
Kingsley Coman skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Í gær byrjuðu átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og í dag munu þau halda áfram.

Það eru tveir leikir á dagskrá og hefjast þeir báðir klukkan 19:00 að íslenskum tíma.

Porto, sem sló Juventus út í 16-liða úrslitunum, mætir Chelsea á heimavelli. Porto er klárlega sýnd veiði en ekki gefin fyrir lærisveina Thomas Tuchel sem töpuðu 5-2 fyrir West Brom í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Þá mætast Bayern München og Paris Saint-Germain á sama tíma. Þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þá hafði þýska stórveldið Bayern betur, 1-0.

miðvikudagur 7. apríl
19:00 Porto - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Bayern - PSG (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner