Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. maí 2016 19:42
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Þetta var mjög stressandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var sáttur við leik sinna manna eftir 3-2 sigur gegn Leikni F. í 1. umferð Inkasso deildarinnar.

Selfyssingar komust í 2-0 eftir um það bil korter og fengu færinn til þess að gera út um leikinn. Í stað þess að gera það þá buðu þeir uppá spennuþrungnar lokamínútur.

„Já þetta var mjög spennandi. Það er náttúrulega ekki hægt að klára neitt í fyrri hálfleik en klárlega hefðum við átt að setja fleiri mörk, ég held að það sé engin spurning," sagði Gunnar eftir leik.

„Við áttum margar frábærar sóknir og Leiknismenn vörðust vel, markmaðurinn varði vel. Klárlega hefði þetta ekki þurft að vera svona mikill kvíði í lokin."

Gunni var heilt yfir sáttur við leikinn og hvernig hans menn nálguðust hann.

„Ég er mjög sáttur við strákana og liðið. Ég held að við höfum sýnt það í dag að liðið er frábært og samheldnin er mikil, baráttan er góð. Það stressaði okkur dálítið að fá á okkur rautt spjald og mark beint úr aukaspyrnu, ég er í rauninni bara óánægður með það. En það er lítið um punkta sem hægt er að tala neikvætt um."

Sindri Pálmason var rekinn af velli þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Spjaldið verður að teljast afar umdeilt.

„Þetta er örugglega bara rautt spjald, ég sá þetta ekki öðruvísi en að hann er fyrir aftan manninn og maðurinn fellur, annaðhvort fiskaði hann þetta vel eða þetta var rautt spjald."

Gunni er sáttur með leikmennina sem hafa komið inn í liðið í vetur og segir að leikmannahópurinn sé klár fyrir tímabilið.


Athugasemdir
banner