Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. maí 2019 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Snýst allt um Klopp - Grætur ekki
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, var að vinna BeIN Sports í kvöld.

Liverpool sló út Barcelona í Meistaradeildinni eftir magnaðan 4-0 sigur. Liverpool tapaði fyrri leiknum 3-0.

Mourinho hrósaði Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í hástert eftir leikinn í kvöld.

„Ég bjóst ekki við þessu en Anfield er einn af þeim stöðum þar sem hægt er að gera hið ómöguleg mögulegt," sagði Mourinho.

„En að mínu mati er bara eitt nafn - Jurgen. Þetta snýst ekki um taktík, hugmyndafræði, þetta snýst um hjarta og sál."

„Þeir voru næstum því búnir að klára stórkostlegt tímabil án þess að geta fagnað einhverju, en núna eru þeir einu skrefi frá því að verða Evrópumeistarar."

„Jurgen á þetta skilið. Öll vinnan sem þeir eru að vinna hjá Liverpool er stórkostleg. En ég held að þetta snúist um hann. Þetta er hans persónuleiki, ekki gefast upp, allir leikmenn gefa allt."

„Hann er ekki að gráta því það vantar leikmenn, hann er ekki að gráta vegna þess að þeir eru að spila 50-60 leiki á tímabili. Aðrir þjálfarar í öðrum deildum þeir gráta þegar liðið þeirra spilar 30-35 leiki."

„Þetta snýst allt um hugarfar Jurgen Klopp."

Sjá einnig:
Klopp: Sektið mig ef þið viljið



Athugasemdir
banner
banner
banner