banner
   fim 07. maí 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Atla Eðvalds var ekki skemmt þegar Heimir Hallgríms pantaði pizzu
Bjarnólfur lék seinna með KR.
Bjarnólfur lék seinna með KR.
Mynd: Sport.is
Bjarnólfur Lárusson er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net. Hann fer þar yfir ferilinn sinn sem hófst hjá ÍBV en seinna varð hann atvinnumaður í Skotlandi og Englandi.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Í þættinum rifjar hann upp sögu af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem tókst að gera Atla Eðvaldsson þáverandi þjálfara ÍBV brjálaðan í miðjum leik árið 1995.

„Atli Eðvalds kom með fyrsta gemsann þetta sumar en seinna um sumarið var Heimir Hallgrímsson búinn að klára tannlæknanámið og keypti sér gemsa. Við vorum nokkrir bekkjarfélagar sem kölluðum okkur bumbugengið, ég Heimir og Sumarliði Árnason. Við vorum ekki í nógu góðu standi og oft saman á bekknum," sagði Bjarnólfur í þættinum.

„Í eitt skiptið tekur Heimir símann með sér á bekkinn og hringir í Pizza 67 og pantar 12" með skinku og pepperoni. Svo þegar liðnar eru 20 mínútur af leiknum kemur bólugrafinn unglingur frá Pizza 67: 'Er einhver með 12 tommu?' Atli snýr sér að honum, og snýr sér svo að Heimi sem er skellihlæjandi og hendir greyið stráknum í burtu og við þurftum líka að fara í burtu."

„Þetta var ekki að hjálpa okkur gagnvart þýska heraganum. Okkur fannst þetta mjög fyndið, svo vitlausir vorum við á þessum tíma, við vorum látnir hita upp langt í burtu því hann vildi ekki sjá okkur."

Miðjan - Bjarnólfur var til í að koma nakinn fram fyrir frægðina
Athugasemdir
banner
banner