Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berahino opinn fyrir því að fara aftur til Englands
Berahino er í dag á mála hjá Zulte Waregem í Belgíu.
Berahino er í dag á mála hjá Zulte Waregem í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Saido Berahino kveðst opinn fyrir því að snúa aftur í enska boltann.

Hinn 26 ára gamli Berahino á eitt ár eftir af samningi sínum hjá belgíska félaginu Zulte Waregem, en hann gæti verið einn af þeim leikmönnum sem fara á sölulista í sumar þar sem félagið á miklum fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirufaraldursins.

Félög á Frakklandi og Ítalíu eru sögð áhugasöm um Berahino sem myndi íhuga tilboð frá Englandi.

„Á Englandi kviknaði ást mín á fótbolta og ef það myndi koma upp tækifæri að fara þangað þá myndi ég kláralega skoða það," sagði Berahino við Daily Mail.

Berahino er fyrrum leikmaður West Brom og Stoke, en hjá síðarnefnda félaginu átti hann í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Í Belgíu hefur hann staðið sig nokkuð vel og skorað átta mörk í 22 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner