Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. maí 2020 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Bjarnólfur: Nýttu sér allir öll moment til að ná mér út
Bjarnólfur á spjalli við Eyjólf Magnús Kristinsson dómara í leik með KR.
Bjarnólfur á spjalli við Eyjólf Magnús Kristinsson dómara í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
„Ég fann það rosalega sterkt hvað KR er undir smásjánni hjá öllum og þú þarft að breyta þér þegar þú kemur í KR. Það sem ég komst upp með í ÍBV, hart spil og svoleiðis var allt öðruvísi í KR," sagði Bjarnólfur Lárusson í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Bjarnólfur fer í þættinum yfir feril sinn en hann lék með KR á árunum 2005 - 2007 þaðan sem hann hafði komið frá ÍBV.

Bjarnólfur fékk rautt spjald í fyrstu tveimur leikjum KR í Reykjavíkurmótinu árið 2005 og svo aftur í úrslitaleik deildabikarsins fyrir stimpingar. Spjaldasöfnun hélt svo áfram inn í sumarið.

„Þá fóru menn að vinna inn á minn veikleika sem var sniðugt hjá þeim þegar ég hugsa til baka. Menn voru bara að espa mig upp. Það var auðvelt til að vinna KR að fá mig í rautt spjald í fyrri hálfleik og halda svo áfram. Á þessum tímapunkti átti ég að vera reynslumeiri en það að láta svona ná í gegn."

„Ég næ ekki að snúa þessu við, það er liðinn of langur tími til þess. Dómarastéttin var farin að tala sig saman um mig og hvernig ég hagaði mér. Ég komst ekkert úr þessu."


Bjarnólfur ræðir þessi mál frekar í viðtalinu sem má hlusta á hér að neðan og meðal annars atvik þar sem hann fékk rautt fyrir að fara í punginn á Reyni Leóssyni þáverandi leikmanni ÍA.

„Þetta var létt grín, ég ætlaði rétt aðeins að kýta í hann, segja nánast hæ lille ven. En hann nýtti sér tækifærið og henti sér í jörðinni og uppskar það sem hann var að reyna að fá rautt spjald á mig. Það nýttu sér allir öll moment til að ná mér út."
Miðjan - Bjarnólfur var til í að koma nakinn fram fyrir frægðina
Athugasemdir
banner
banner
banner