Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. maí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Engir áhorfendur í Hollandi fyrr en bóluefni kemur
Úr leik í Hollandi.
Úr leik í Hollandi.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn fá ekki að mæta á fótboltaleiki í Hollandi fyrr en bóluefni verður komið við kórónaveirunni. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra í Hollandi tilkynnti þetta í dag.

Búið er að banna alla íþróttaviðburði í Hollandi til 1. september að minnsta kosti.

Keppni var aflýst í hollensku úrvalsdeildinni á dögunum en ekkert lið varð meistari og engin lið féllu.

De Jonge sagði í dag að engir áhofendur fái að mæta á leiki í Hollandi þegar byrjað verður að spila á ný, nema bóluefni verði komið.

460 mismunandi aðilar eru þessa dagana að vinna í að finna bóluefni gegn veirunni en óvíst er hvenær það verður tilbúið.
Athugasemdir
banner
banner
banner