fim 07. maí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Sheffield verða ekki neyddir til að spila
Mynd: Getty Images
Leikmenn Sheffield United verða ekki neyddir til að spila fótbolta þegar enski boltinn fer aftur í gang. Chris Wilder, knattspyrnustjóri félagsins, segist skilja það ef einhverjir leikmenn neiti að spila meðan kórónuveiran herjar enn á.

Á Englandi hafa rúmlega 30 þúsund manns dáið vegna veirunnar og framtíð knattspyrnuheimsins í mikilli óvissu.

„Ef leikmaður kemst að þeirri niðurstöðu að hann vill ekki spila þá mun ég virða það," sagði Wilder við beIN Sports.

„Við viljum klára tímabilið sama hversu langan tíma það mun taka. Allir stjórnendur átta sig á þeim hræðilegu afleiðingum sem fylgja því að ljúka tímabilinu án þess að klára alla leikina."

Sheffield hefur reynst spútnik lið tímabilsins í úrvalsdeildinni og er í harðri Evrópubaráttu við lið á borð við Manchester United, Chelsea, Tottenham og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner