Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 07. maí 2020 16:05
Magnús Már Einarsson
Manchester City að kaupa félag Kolbeins
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City er að kaupa Lommel í belgísku B-deildinni en fjölmiðlar þar í landi greina frá þessu.

Manchester City mun reyndar ekki greiða neitt fyrir félagið heldur mun það sjá um að borga skuldir upp á tvær milljónir evra og bjarga Lommel um leið frá gjaldþroti.

Kolbeinn Þórðarson er á mála hjá Lommel en félagið keypti hann í sínar raðir frá Breiðabliki í fyrra.

Stefán Gíslason var þjálfari Lommel í byrjun síðasta tímabils en hann var rekinn í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner