Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe markakóngur því hann skoraði úr færri vítaspyrnum
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur verið krýndur markakóngur frönsku deildarinnar eftir að ákveðið var að binda enda á knattspyrnutímabilið þar í landi.

Mbappe skoraði 18 mörk, eins og Wissam Ben Yedder sóknarmaður Mónakó, en var krýndur kóngur því hann skoraði úr færri vítaspyrnum.

Stoðsendingar eða mínútur spilaðar voru ekki skoðaðar.

Báðir lögðu þeir upp sjö mörk en Mbappe spilaði 600 mínútum minna.

Mbappe er talinn meðal allra bestu knattspyrnumanna heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann er búinn að skora fimm og leggja upp fimm á 446 mínútum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu.
Athugasemdir
banner