fim 07. maí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Mögulegt að meistaraflokkar megi æfa eðlilega fyrir 25. maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynnt var í gær að kappleikir í meistaraflokki verði leyfilegir frá 25. maí næstkomandi.

Meistaraflokkar á Íslandi mega í dag æfa í sjö manna hópum og virða á tveggja metra regluna.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir möguleika á að breytingar verði á þessum reglum fyrir 25. maí.

„Það er möguleiki. Heilbrigðisyfirvöld komu ágætlega til móts við okkur með því að breyta hlutum varðandi æfingafyrirkomulag," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Þetta á eftir að koma í ljós. Það er stöðugt verið að rýna í þetta. Við viljum vera varfærin en á sama tíma koma til móts við fótboltann og það getur vel verið að það verði breyting þarna á."
Guðni um áhorfendur: Förum betur yfir það á næstu dögum
Athugasemdir
banner
banner