Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. maí 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Sancho til Manchester United eftir eitt ár?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano.
Mynd: Getty Images
Það er Manchester United slúður og margt fleira í slúðurpakka dagsins



Manchester United vill framlengja lánssamninginn við Odion Ighalo (30) sem er í láni frá Shanghai Shenhua í Kína. (Standard)

Juventus er í viðræðum við Jorginho (28) miðjumann Chelsea. (National)

Vonir Arsenal til að fá vinstri bakvörðinn Layvin Kurzawa (27) frá PSG hafa aukist en það eru 0% líkur á að hann fari til Barcelona. (Le10Sport)

Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni Thomas Meunier (28) leikmann PSG. (Le Parisien)

Liverpool, Southampton og RB Leipzig eru að berjast um Milot Rashica (23) kantmann Werder Bremen en samningur hans rennur út í sumar. (Bild)

Manchester United hefur boðið Angel Gomes (19) nýjan samning upp á 30 þúsund pund á viku. United hefur sagt Gomes að hann sé ennþá inni í áætlunum félagsins þrátt fyrir að Jude Bellingham (16) sé að koma frá Birmingham. (Sun)

Manchester United vill líka fá Joe Hugill (16) framherja Sunderland en Arsenal, Tottenham, Wolves og Leeds hafa líka áhuga. (Northern Echo)

Manchester United gæti hins vegar neyðst til að bíða í eitt ár í viðbót til að fá Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. (Mirror)

Tiemoue Bakayoko (25), miðjumaður Chelsea, vill fara aftur til AC Milan. Bakayoko hefur verið á láni hjá Mónakó í vetur en hann var á láni hjá AC Milan tímabilið 2018/2019. (Calciomercato)

Liverpool og Manchester City vilja bæði fá Aster Vranckx (17) miðjumann Mechelen í Belgíu. (Mirror)

Manchester City er að undirbúa 32 milljóna evra tilboð í Boubacar Kamara (20) varnarmann Marseille. (Le10Sport)

Roma vill að Arsenal borgi áfram hluta af launum Henrikh Mkhitaryan (31) ef hann verður áfram hjá ítalska félaginu. Mkhitaryan er með 180 þúsund pund í laun á viku hjá Arsenal en hann var á láni hjá Roma í vetur. (ESPN)

Arsenal er á undan Tottenham og Manchester United í baráttunni um Dayot Upamecano. (Football.London)

Roy Hodgson (71), stjóri Crystal Palace, má stýra liðinu þegar enska úrvalsdeildin byrjar á ný. Efasemdir voru um það á tímabili út af reglum í Englandi en rætt var um að Hodgson þyrti mögulega að fara í sjálfskipaða sóttkví. (Mail)

Umboðsmaður markvarðarins Loris Karius (26) segir að markvörðurinn ætli að klára þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Karius er mættur aftur til Liverpool eftir tveggja ára lán hjá Besiktas. (Fanatik)

Jurgen Klopp hafnaði því að taka við landsliði Mexíkó árið 2015 áður en hann tók við Liverpool. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner