Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu þegar Everton þurfti þrjú mörk til að bjarga sér frá falli
Everton vann FA bikarinn ári eftir leikinn ótrúlega gegn Wimbledon.
Everton vann FA bikarinn ári eftir leikinn ótrúlega gegn Wimbledon.
Mynd: Getty Images
Það eru liðin 26 ár upp á dag síðan Everton bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sögulegum endurkomusigri gegn Wimbledon.

Liðin áttust við í lokaumferð úrvalsdeildartímabilsins 1993-94 og þurfti Everton sigur til að tryggja sæti sitt í deildinni.

Mikil spenna var fyrir lokaumferðina þetta árið. Stuðningsmenn Everton kveiktu meðal annars í liðsrútu Wimbledon kvöldið fyrir leikinn í tilraun til að hræða andstæðingana.

Sú taktík virtist ekki virka til að byrja með því gestirnir frá Wimbledon komust í tveggja marka forystu með marki úr vítaspyrnu og sjálfsmarki.

Fljótt skipast veður í lofti og náðu heimamenn að koma til baka, þökk sé tvennu frá Graham Stuart. Gestirnir komust þó oft nálægt því að bæta við marki eins og er hægt að sjá á myndbandinu sem er hér fyrir neðan.

Mælt er sérstaklega með marki Barry Horne á sjöttu mínútu myndbandsins.

Til gamans má geta að þegar uppi var staðið hefði jafntefli nægt Everton til að halda sér uppi. Sheffield United endaði á að falla, ásamt Swindon Town og Oldham Athletic sem hafa ekki komist aftur upp síðan.


Athugasemdir
banner