Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst umræðan eiga rétt á sér - „Erum að reyna að byggja upp"
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það myndaðist umræða í Heimavellinum á dögunum um hversu fáir uppaldir leikmenn væru að spila með Breiðabliki í Bestu deild kvenna í augnablikinu.

Breiðablik hefur verið þekkt fyrir það í gegnum tíðina að búa til mikið af frábærum leikmönnum og spila á þeim. En núna er raunin aðeins önnur. Ásta Eir Árnadóttir er sú eina sem kom upp í gegnum yngri flokka félagsins sem hefur byrjað í báðum leikjunum til þessa.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, var spurður út í þessa umræðu eftir tap gegn Keflavík á dögunum.

„Það er kannski blanda af ýmsu," sagði Ásmundur.

„Þetta er umræða sem á fullan rétt á sér. Blikaliðið er búið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu tveimur árum. Margir leikmenn eru farnir út í atvinnumennsku. Það hefði verið hægt að taka ákvörðun um að fara í uppbyggingu, spila á heimakonum og gefa sér tvö, þrjú ár í það."

„Breiðablik er að leggja mikið í uppeldisstarfið og við erum með heilt lið (Augnablik) þar sem eru allar uppaldar og verið að byggja upp stelpurnar. Í vetur hafa ungar uppaldar stelpur verið að taka mikinn þátt. Við erum að reyna að byggja upp og vinna í því, samhliða því að vera með öflugt lið og öflugan hóp, lið sem getur keppt á toppnum. Við viljum líka byggja upp uppöldu Blikastelpurnar og gera þær tilbúnar sem fyrst til að koma inn á völlinn," sagði Ási.

Augnablik leikur í Lengjudeildinni og þar hafa ungar Blikastelpur fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Fannst sláandi að einungis einn uppalinn Bliki var í byrjunarliðinu
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Athugasemdir
banner
banner