Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 07. maí 2022 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var frekar svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn KA í dag. Rúnar kom í viðtal þar sem bæði fréttamaður MBL og Fotbolti.net spurðu hann spurninga.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Þú hlýtur að vera svekktari en Arnar (Grétarsson) eftir þennan leik?

„Já ég held það við vorum töluvert meira með boltann bæði jafnmargir inn á vellinum og einum fleiri en við bara sköpuðum ekki nægilega mikið. Við færum boltann margoft á milli kanta að reyna finna glufur, finnum þær ekki og þegar við komum boltanum inn í teiginn þá kannski erum við ekki nægilega margir eða nægilega aggresívir og hittum ekki á okkar menn. Þetta fer allt á KA menn sem voru mjög þéttir fyrir og vörðust ofboðslega vel og unnu vel fyrir þessu stigi. Þannig við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt að við höfum ekki nýtt þessi fáu tækifæri og fáu möguleika sem við höfðum til að búa eitthvað til betur."

Það var mikill hiti í leiknum hvernig fannst þér dómarinn standa sig?

"Mér fannst hann vera frábær.  Ég get ekki dæmt um rauða spjaldið því það var allt of langt frá mér ég sé ekkert hvað gerist en þegar slík atriði verða þá æsast leikar. Liðið sem verður fyrir því að fá rautt spjald það verður aðeins æstara og pirraðara og það upphefst alltaf einhver djöfulsins læti sem fylgir fótboltanum. Mér fannst samt dómarinn höndla þetta allt mjög vel, stóð fastur á sínu. Svo er bara annað að dæma hvað er rétt og hvað er rangt þegar maður er búinn að sjá þessi video, en mér fannst þeir standa sig vel."

4 stig eftir 4 leiki, þetta hefði getað farið betur af stað?

"Já miklu betur  við hefðum getað verið með 12 ef við hefðum unnið alla en það er bara alltaf ef og hefði í fótbolta. Við erum bara með 4 við verðum að sætta okkur við það. Við getum engu breytt um það við þurfum bara að bæta okkar leik og fara skora mörk. Út á vellinum erum við að stjórna stórum pörtum af leikjunum sem við erum búnir að spila, við erum búnir að vera betri í öllum leikjunum sem við erum búnir að spila í sumar en það telur ekki ef þú skorar ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Rúnar talar nánar um samband sitt við Arnar og frammistöðu síns liðs.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner