
„Það er heiður að vera í þessum hóp. Ég er gríðarlega ánægður," sagði Aron Sigurðarson við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í gær.
Aron fékk tækifæri í hópnum gegn Kósóvó og Írlandi í mars og hann heldur sæti sínu núna þrátt fyrir að leikmenn sem voru fjarverandi í mars séu komnir aftur.
Aron fékk tækifæri í hópnum gegn Kósóvó og Írlandi í mars og hann heldur sæti sínu núna þrátt fyrir að leikmenn sem voru fjarverandi í mars séu komnir aftur.
„Það er draumur að spila hérna á Laugardalsvelli og þetta er gaman. Ég er klár á bekknum ef það þarf eitthvað."
Króatar eru með mjög öflugt lið og Aron býst við hörkuleik á sunnudagskvöld.
„Þeir eru með gríðarlega sterka leikmenn í öllum stöðum og við þurfum að eiga toppleik til að sigra þá. Það er alveg klárt."
Aron hefur spilað vel með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ekki hefur gengið jafn vel hjá liðinu en það er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.
„Liðið hefur ekki verið að spila alveg nógu vel en persónulega er ég ánægður með frammistöðuna. Þetta er langt tímabil og það er nóg af leikjum eftir. Við þurfum að komast á skrið og komast ofar í deildinni."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir