Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. júní 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Real Madrid búið að bjóða 80 milljónir í Havertz
Mynd: Getty Images
Þýska dagblaðið Bild heldur því fram að spænsku risarnir í Real Madrid séu búnir að bjóða 80 milljónir evra fyrir Kai Havertz, ungstirni Bayer Leverkusen.

Havertz er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu og áhugavert verður að sjá hversu há tilboð berast í hann eftir að efnahagsáhrif Covid-19 á fótboltaheiminn skýrast frekar.

Havertz er tvítugur miðjumaður sem getur einnig spilað frammi og hefur skorað 35 mörk í þýsku deildinni. Þar að auki er hann búinn að ryðja sér leið inn í landslið Þjóðverja eftir að hafa verið skærasta stjarna U19 og U17 landsliðanna.

Bild heldur því fram að Real sé reiðubúið til að greiða fyrir Havertz í sumar og lána leikmanninn aftur til Leverkusen út næstu leiktíð. Hann myndi því ekki spila sinn fyrsta leik fyrir Real fyrr en í seinni hluta næsta árs.
Athugasemdir
banner
banner