Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deschamps skaut á Mourinho: Hugsaði sömu hluti um Tottenham
Deschamps á Laugardalsvelli 2019
Deschamps á Laugardalsvelli 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, skaut á Jose Mourinho, verðandi þjálfara Roma, þegar kemur að greiningu Mourinho á franska landsliðinu. The Sun bað Mourinho um að greina öll liðin sem taka þátt í EM í sumar.

„Þegar þú ert með Kylian Mbappe í liðinu er mjög erfitt að vinna ekki. Ég held að ef þeir komast ekki í úrslitin verði það þvílík vonbrigði, þeir verða að vinna. Ég er ekki viss um að Deschamps hlusti á gagnrýni á liðið, ég held hann viti einfaldlega hvað hann vill," skrifaði Mourinho.

„Leikmenn verða að virða þau gildi sem hann vill að liðið standi fyrir og virða hann. Þegar þú ert með þessi gildi og allir fylgja þeim þá verður liðið mjög öflugt. Ég sé enga veikleika. Ef ég ætti að velja eitt lið sem sigurvegara þá væri það Frakkland. Þeir eru með stórkostlegan hóp af leikmönnum," bætti Mourino við.

Deschamps tjáði sig um þessi ummæli Mourinho í sjónvarpsviðtali í Frakklandi. „Ég hugsaði þessa sömu hluti um Tottenham liðið hans. En þetta gekk ekki upp þar," sagði Deschamps. Tottenham liðið átti flotta spretti og leit mjög vel út á köflum en þegar leið á tímabilið í ár þá fór liðinu að fatast flugið og að lokum var Mourinho rekinn sem stjóri.

„Sjálfkrafa, sem heimsmeistarar, þá erum við líklegastir. Við erum með þrjú ár til viðbótar af reynslu og góða leikmenn fram á við."

„En þetta snýst ekki bara um það. Það þarf jafnvægi og sóknarlínan þarf að tengjast miðjunni. Við viljum halda boltanum eins mikið og hægt er en það verða tímar þar sem við verðum ekki með boltann,"
sagði Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner
banner