Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gunnhildur Yrsa spilaði í jafntefli - Orlando Pride á toppnum
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando Pride sem gerði 1-1 jafntefli við Washington Spirit í atvinnumannadeild. NWSL, í Bandaríkjunum í gær.

Orlando Pride hefur byrjað tímabilið af krafti og hefur unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli.

Gunnhildur byrjaði hjá Pride og spilaði allan leikinn en hún hefur spilað alla fimm leiki liðsins í deildinni.

Hún spilaði með Utah Royals frá 2018 til 2020 en félagið lagði upp laupanna í desember og fóru allir leikmenn liðsins til Kansas City.

Gunnhildur skipti svo þaðan yfir í Orlando Pride í janúar en næsti leikur liðsins er gegn Gotham FC þann 21. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner