Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 22:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði í gríni við Sölva að hann myndi spila sem senter
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, nýtti skiptingar sínar vel í jafnteflinu gegn Valsmönnum í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Það borgaði sig því Nikolaj Hansen jafnaði metin í blálokin.

Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn sterki, kom inn á sem varamaður og hann spilaði framar á vellinum en hann er vanur.

„Ég er mjög ánægður með þátt varamanna í dag," sagði Arnar eftir leikinn.

„Sölvi var frammi í gær í ungir vs gamlir og var helvíti góður. Ég sagði við hann að hann myndi koma inn sem senter, en mig minnir að það hafi verið meira í gríni frekar en ekki. Hann er sterkur skallamaður og tekur mikið til sín. Það er líka markanef í honum."

„Þetta er eitthvað öðruvísi. Mig minnir að Tottenham hafi gert þetta á móti Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á sínum tíma. Þú hendir einhverjum fram og vonast eftir einhverju. Auðvitað þarftu að hafa heppnina með þér til að þetta gangi upp."
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Athugasemdir
banner
banner