Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. júní 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Slagsmál og dramatík er Bandaríkin unnu
Herrera var heppinn að fá ekki rautt spjald.
Herrera var heppinn að fá ekki rautt spjald.
Mynd: EPA
Guardado klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma framlengingarinnar.
Guardado klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma framlengingarinnar.
Mynd: EPA
Það var gríðarleg dramatík og mikil slagsmál er erkifjendurnir í Norður-Ameríku mættust í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.

Bandaríkin tóku þar á móti Mexíkó í æsispennandi viðureign. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og gerði Christian Pulisic sigurmark Bandaríkjanna úr vítaspyrnu í seinni hálfleik framlengingarinnar. Mexíkó klúðraði svo vítaspyrnu í uppbótartíma.

Það hitnaði heldur betur í kolunum þegar Hector Herrera, fyrrum fyrirliði Porto og núverandi leikmaður Atletico Madrid, straujaði Timothy Weah á 94. mínútu. Herrera var á gulu spjaldi en slapp ótrúlega við rautt.

Sjáðu tæklingu Herrera

Eftir tæklinguna þurfti að stöðva leikinn vegna níðsöngva úr stúkunni. Söngvarnir komu frá mexíkósku stuðningsmönnunum og beindust að leikmönnum bandaríska landsliðsins þar sem þeir voru kallaðir 'puto' eða 'hórkarl'. Orðið puto er stundum notað í niðrandi merkingu á svipaðan hátt og 'faggi'.

Undir lokin fékk Mexíkó tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu en Ethan Horvath, markvörður Club Brugge, varði meistaralega frá Andres Guardado.

Sjáðu markvörslu Horvath

Eftir markvörsluna reyndu Mexíkóar eins og þeir gátu að sækja jöfnunarmark til að knýja leikinn í vítaspyrnukeppni.

Leikmenn voru búnir að spila í tæpar 130 mínútur þegar Mexíkó krækti sér í aukaspyrnu og áhorfendur og leikmenn brjáluðust.

Leikmenn tókust á og stuðningsmenn Mexíkó köstuðu vatnsflöskum á völlinn í tilraun til að hæfa leikmenn bandaríska liðsins. Það mistókst en ein þeirra hæfði leikmann Mexíkó sem henti sér ekki í jörðina.


Athugasemdir
banner
banner