Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júní 2022 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Klaufaskapur kom ekki í veg fyrir sigur ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 3 - 2 Keflavík
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('13)
1-1 Sandra Voitane ('24)
2-1 Olga Sevcova ('31)
2-2 Ana Paula Santos Silva ('46)
3-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('55)


Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Keflavík

Keflavík tók forystuna er liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í fyrsta leik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði á þrettándu mínútu eftir slæm varnarmistök.

ÍBV fékk tvö góð færi áður en Sandra Voltante jafnaði eftir frábæra sendingu innfyrir vörnina frá Hanna Kallmaier. Olga Sevcova kom heimakonum svo yfir skömmu síðar með góðum skalla og var staðan 2-1 eftir yfirburði ÍBV í fjörugum fyrri hálfleik.

Eyjakonur virtust ekki vilja þægilegan sigur. Eftir að hafa gefið Keflavík mark í fyrri hálfleik gáfu þær gestunum annað mark í upphafi þess síðari. Í þetta sinn var það markvörðurinn Guðný Geirsdóttir sem gerðist sek um slæm mistök þegar hún gaf boltann frá sér.

Þetta jöfnunarmark kom þó ekki að sök því Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði það sem reyndist sigurmark ÍBV eftir góðan undirbúning frá Olgu.

Leikurinn dó út eftir þetta mark Kristínar en Eyjakonur voru áfram sterkari aðilinn. Keflvíkingar virtust aldrei líklegir til að jafna aftur og niðurstaðan sanngjarn sigur ÍBV.

ÍBV er búið að jafna Selfoss á stigum í þriðja sæti Bestu deildarinnar með þessum sigri. Þar er liðið með 14 stig eftir 8 umferðir.

Keflavík er með 7 stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner