Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður erfitt fyrir Arsenal ef Real Madrid blandar sér í baráttuna
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarnar vikur.

Umboðsmaður Jesus hefur verið að daðra við Arsenal upp á síðkastið. „Við ræddum við Arsenal... Við erum hrifnir af því verkefni sem þar er í gangi og þetta er möguleiki sem við erum að skoða. Það eru sex önnur félög sem hafa áhuga en hans einbeiting er á lokaleikina með Man City," sagði umboðsmaðurinn Marcelo Pettinati.

Jesus, sem er 25 ára, á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City og mun líklega ekki spila mjög stórt hlutverk á næstu leiktíð þar sem Erling Braut Haaland er að mæta á svæðið.

En Arsenal er ekki eina félagið sem er í baráttunni um þennan öfluga leikmann.

Marca segir að það sé búið að bjóða Evrópumeisturum Real Madrid að kaupa hann. Carlo Ancelotti, þjálfari Real, er sagður vera aðdáandi leikmannsins og myndi fagna komu hans til félagsins.

Jesus gæti þurft að velja á milli Arsenal og Real Madrid í sumar. Það verður erfitt fyrir Arsenal að vinna þá baráttu.
Athugasemdir
banner
banner