Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 07. júlí 2018 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Grótta og Vestri að detta í gang
Lærisveinar Óskars völtuðu yfir Fjarðabyggð.
Lærisveinar Óskars völtuðu yfir Fjarðabyggð.
Mynd: Raggi Óla
Tveir áhugaverðir leikir voru að klárast í 2. deild karla. Vestri og Grótta sem hafa verið að valda ákveðnum vonbrigðum í upphafi móts unnu sína leiki og virðast vera að detta í gang.

Vestri heimsótti nýliða Þróttar í Vogum, sem byrjuðu mótið afar vel en hafa verið að dala.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði James Mack þegar 77 mínútur voru liðnar.

Í leik Gróttu og Fjarðabyggðar, sem fram fór á sama tíma, var aldrei spurning um sigurvegara. Grótta valtaði yfir Fjarðabyggð og urðu lokatölurnar 6-0 fyrir heimamenn.

Þróttur V. 0 - 1 Vestri
0-1 James Mack ('77)

Grótta 6 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Arnar Þór Helgason ('13)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('27)
3-0 Óliver Dagur Thorlacius ('29)
4-0 Óliver Dagur Thorlacius ('51, víti)
5-0 Axel Freyr Harðarson ('56)
6-0 Sölvi Björnsson ('90)

Hvað þýða þessi úrslit?
Vestri hefur unnið fjóra leiki í röð og Grótta tvo. Bæði lið eru með 17 í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Þróttur Vogum er í þriðja sæti með 18 stig og Fjarðabyggð er með 16 stig í sjöunda sæti.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner