Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. júlí 2018 18:22
Ingólfur Páll Ingólfsson
3. deild: Vængir Júpíters með stórsigur - Einherji vann
Vængir Júpíters skoruðu sjö mörk í dag.
Vængir Júpíters skoruðu sjö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla í dag þar sem Einherji mætti Ægi og Vængir Júpíters kíktu í heimsókn til Sindra.

Einherji sigraði Ægi í hörkuleik þar sem Ægir komst yfir með marki Alex James Gammond strax á 12. mínútu. Tvö mörk frá Sigurði Donys af vítapunktinum tryggði hinsvegar Einherja sigurinn.

Vængir Júpíters burstaði Sindra með sjö mörkum gegn einu. Gestirnir komust í 5-0 þar sem Jónas Breki skoraði meðal annars þrennu. Heimamenn náðu að koma inn einu marki en gestirnir svöruðu jafnharðan og lokatölur 1-7. Sindramenn voru eitthvað pirraðir í dag og fengu meðal annars að líta tvö rauð spjöld í leiknum í dag.

Hvað þýða þessi úrslit?
Ægir og Sindri eru á botni töflunnar eftir leiki dagsins en Einherji slítur sig örlítið frá botnbaráttunni. Vængir Júpíters eru í 5. sæti og vonast væntanlega eftir því að klífa töfluna enn frekar í næstu leikjum.

Hér að neðan eru úrslit dagsins í 3. deildinni.

Einherji 2 - 1 Ægir
0-1 Alex James Gammond ('12)
1-1 Sigurður Donys Sigurðsson úr víti ('31)
2-1 Sigurður Donys Sigurðsson úr víti ('78)

Sindri 1 - 7 Vængir Júpíters
0-1 Geir Kristinsson ('21)
0-2 Jónas Breki Svavarsson ('28)
0-3 Jónas Breki Svavarsson ('34)
0-4 Jónas Breki Svavarsson ('51)
0-5 Daníel Rögnvaldsson ('53)
1-5 Kristofer Hernandez ('64)
1-6 Gunnar Orri Guðmundsson ('81)
1-7 Daníel Rögnvaldsson ('86)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner