lau 07. júlí 2018 17:08
Ingólfur Páll Ingólfsson
Byrjunarlið Rússa og Króatíu: Sterkt byrjunarlið Króatíu
Það er spurning hvað Króatía gerir gegn Rússum í dag.
Það er spurning hvað Króatía gerir gegn Rússum í dag.
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin eru klár fyrir síðasta leik 8-liða úrslitanna er Rússland mætir Króatíu.

Rússland hefur komið á óvart í sumar og hefur staðið sig vel á mótinu hingað til en liðið lagði Spánverja í 16-liða úrslitunum á meðan Króatía sigraði Danmörku í vítaspyrnukeppni.

Það er mikið í húfi en Rússland hefur ekki komist í 8-liða úrslit síðan 1970, þá sem Sovétríkin. Á sama tíma hefur Króatía ekki komist svo langt síðan á HM 1998.

Hjá Rússum er Yuri Zhirkov er ekki með í dag vegna meiðsla á kálfa en Alan Dzagoev er kominn aftur eftir að hafa meiðst í opnunarleiknum gegn Sádí Arabíu.

Hjá Króötum er Ivan Strinic klár þrátt fyrir að hafa meiðst í síðasta leik, það sama á við um Mateo Kovacic sem meiddist á öxl. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Rússland
Akinfeev; Fernandes, Kutepov, Ignasevich, Kudriashov, Cheryshev, Kuziaev, Zobnin, Golovin, Samedov, Dzyuba

Króatía
Subasic; Vrsaljko, Strinic, Lovren, Vida, Rakitic, Modric, Perisic, Kramaric, Mandzukic, Rebic






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner