Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. júlí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Einkunnir Brasilíu og Belgíu: Hazard og Lukaku bestir
Hazard og Lukaku fengu hæstu einkunn eftir leikinn í gær
Hazard og Lukaku fengu hæstu einkunn eftir leikinn í gær
Mynd: Getty Images
Belgía vann Brasilíu 2-1 í gærkvöld í fjörugum leik í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins. Daily Mirror setti farm einkunnagjöf eftir leik og hana má sjá hér að neðan.

Brasilía:
Alisson 6
Lítið sem hann gat gert í mörkunum

Fagner 3
Mikið úr stöðu og Hazard fór ítrekað illa með hann, fékk gult spjald fyrir lélega tæklingu á Hazard.

Thiago Silva 6
Átti ágætis leik.

Miranda 7
Átti góðan leik og stóð vel í Lukaku þegar hann reyndi að hlaupa framhjá honum.

Marcelo 6
Mest ógnandi leikmaður Brasilíu sóknarlega.

Fernandinho 3
Náði ekk að skalla boltann og fékk hann í höndina í sjálfsmarkinu, átti ekki roð í Lukaku og sýndi hversu mikið liðið reiðir sig á Casemiro.

Paulinho 5
Klúðraði dauðafæri og réði ekki við Witsel og Fellaini á miðjunni.

Coutinho 6
Átti eitt gott skot sem Courtois varði vel, átti góða stoðsendingu í markinu. Klúðraði dauðafæri til að jafna.

Willian 5
Réði hvorki við Chadli né Vertonghen, tekinn út af í hálfleik.

Neymar 6
Lélegur í fyrri hálfleik og átti augljósa dýfu inn í vítateig Belga. Kviknaði á honum eftir markið þeirra, bjó til gott færi fyrir Coutinho sem hann átti að nýta til að jafna leikinn.

Gabriel Jesus 5
Hékk of lengi á boltanum og misnotaði gott skallafæri. Hefði getað fengið víti í seinni hálfleik þegar Kompany tæklaði hann.

Douglas Costa 6
Kom með orku inn í leik Brassanna.

Renato Augusto 6
Skoraði mark Brasilíumanna en klúðraði öðru dauðafæri.

Roberto Firmino 6
Kom inn á í hálfleik og hjálpaði Brasilíu að halda boltanum betur.

Belgía:
Courtois 8
Átti nokkrar lykilvörslur.

Alderweireld 7
Öruggastur í öftustu línu Belga, vann vel með Meunier til að halda Neymar og Coutinho í skefjum.

Kompany 5
Heppinn að Thiago Silva skoraði ekki eftir horn þar sem hann dekkaði ekki vel, einnig heppinn að fá ekki dæmt á sig víti eftir tæklingu á Jesus.

Vertonghen 6
Var traustur. Var klobbaður áður en Kompany átti tæklinguna þar sem Belgar voru heppnir að fá ekki á sig víti.

Meunier 6
Hljóp upp og niður kantinn og varðist liðsfélaga sínur úr PSG vel.

Fellaini 7
Öguð frammistaða á miðjunni og hefur mikinn styrk.

Witsel 7
Vann mjög vel varnarlega, stökk fyrir skot og lokaði svæðum vel.

Chadli 7
Var ógnandi sóknarlega í hlutveki vængbakvarðar.

De Bruyne 8
Skoraði seinna mark Belga með flottu skoti og spilaði vel á miðjunni.

Hazard 9
Var með Fagner í vasanum og átti mjög góð hlaup með boltann og hélt áfram að berjast fram að lokaflauti.

Lukaku 9
Spilaði mjög vel og nýtti hraða sinn og kraft mjög vel og bjó til að mynda til seinna mark Belga með löngum spretti.
Athugasemdir
banner
banner