Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. júlí 2018 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England vann HM síðast þegar þeir skoruðu 10 mörk
Mynd: Getty Images
England er komið í undanúrslitin á HM í Rússlandi eftir þægilegan sigur á Svíþjóð.

Þetta er í fyrsta sinn í 28 ár sem England kemst í undanúrslitin á Heimsmeistaramóti.

Mikil ánægja ríkir í Englandi með liðið og er bjartsýni fyrir framhaldinu. England mun mæta annað hvort Rússlandi eða Króatíu í undanúrslitunum.

England er búið að skora 11 mörk á mótinu í Rússlandi og er þetta í annað sinn í sögunni sem England skorar 10 mörk eða meira á HM. Það gerðist síðast 1966. þegar England varð síðast Heimsmeistari.

Er fótboltinn að koma heim?



Athugasemdir
banner
banner