Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. júlí 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Gestgjafar HM hafa alltaf komist áfram úr 8-liða úrslitum
Það er mikil stemning hjá rússneska hópnum.
Það er mikil stemning hjá rússneska hópnum.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuveislan heldur áfram er Rússland mætir Króatíu í hörkuleik kl. 18 í dag.

Í tilefni af því hefur OptaJoe hent í ansi hressandi tölfræði. Síðustu fimm gestgjafar heimsmeistaramótsins sem hafa á annað borð tekist að komast í 8-liða úrslitin hefur tekist að komast áfram í undanúrslitin.

Tölfræðin er því með Rússum sem þurfa að eiga toppleik ætli þeir sér að komast áfram í dag. Fyrir mót var ekki búist við miklu af liðinu sem tókst ekki að vinna í sjö vináttuleikjum fyrir mót. Hinsvegar spilaði liðið vel í riðlakeppninni og sigraði meðal annars Sádí Arabíu 5-0 og Egypta 3-1.

Liðið hefur hinsvegar fallið aftar í síðustu tveimur leikjum og náði aðeins einu skoti á markið í leikjunum gegn Úrúgvæ og Spáni. Í báðum leikjum hafa þeir leyft andstæðingum sínum að halda boltanum og það er líklegt að slíkt mun verða á dagskrá nú á eftir.




Athugasemdir
banner
banner
banner